Spurningar þessar eru hluti af matstæki sem er þróað af fjórum löndum.

Hér getur þú búið til mynd af starfsþroska þínum eins og hann er í dag. Þegar þú hefur svarað spurningunum sem er skipt upp í sex flokka færðu niðurstöðu um starfsþroska þinn myndrænt. Myndin líkist kóngulóarvef.

Starfsþroski þinn er metinn út frá hæfni þinni og möguleikum þínum að byrja í vinnu, skóla eða þjálfun og halda því sambandi.

Myndin á aðeins við um þinn starfsþroska og er tekið mið að aðstæðum þínum eins og þær eru í dag. Þú getur alltaf fengið tækifæri til að náð lengra og breyta aðstæðum þínum.

Það tekur u.þ.b. 20 mínútur að fara í gegnum spurningarnar. Svör þín verða ekki vistuð og þau verða ekki aðgengileg öðrum. Þú getur prentað myndina og svörin út ef þú vilt.

Þetta er ekki próf, ekkert er rétt eða rangt. Niðurstaðan gagnast þér best ef þú svarar spurningunum af hreinskilni eins og staðan er raunverulega. Það má alltaf bæta sig og gera betur.

Fyrir fagfólk: Lestu meira í notendahandbókinni


Nafnið þitt

Athugasemdir

byrja aftur